top of page

Persónuverndarstefna

Frágangur (Bílafrágangur ehf.) leggur mikið upp úr því að tryggja öryggi notenda og persónuupplýsingar þeirra.

Frágangur er ábyrgðaraðili við vinnslu gagna, eins og skilgreint er í lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga og reglugerð Evrópusambandsins GDPR. Öll vinnsla persónuupplýsinga er sanngjörn og gagnsæ. Frágangur ábyrgist að nýta sér ekki upplýsingar um notendur á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.

Notandi getur haft samband við Frágang hvenær sem er til að:

  • Óska eftir aðgangi að þeim upplýsingum sem Frágangur á um notanda

  • Leiðrétta upplýsingar sem Frágangur á um notanda

  • Eyða upplýsingum sem Frágangur á um notanda

  • Eða nýta sér önnur þau réttindi sem kveðið er á um í gildandi persónuverndarlögum.

 

Þegar notendur eru innskráðir í vefviðmót Frágangs kann að vera að hugbúnaðurinn safni tæknilegum upplýsingum um notkun þeirra, t.d. um tegund vafra, ip-tölu o.fl. Þessar upplýsingar eru aðeins notaðar til að bæta upplifun notenda af Frágangi, t.d. með því að bæta hönnun viðmóts eða láta notendur vita af hugsanlegum tæknilegum vandamálum.

Frágangur áskilur sér rétt til að útbúa ópersónugreinanlegar tölfræðilegar samantektir og aðrar afleiddar upplýsingar sem án alls vafa eru ekki persónugreinanlegar og nota sér þær í starfi félagsins, til dæmis í markaðsefni Frágangs.

Bókhaldsgögn eru geymd í samræmi við lög og reglur um færslu bókhalds og varðveislu þess. Að þeim tíma liðnum er gögnunum eytt, upplýsingum á skilagreinum er þó ekki eytt. Endurskoðandi Frágangs er Enor.

Frágangur fylgir íslenskum lögum um meðferð persónuupplýsinga og ítrasta öryggis er gætt í meðferð þeirra. Þegar notandi pantar Frágang og óskar eftir fjármögnun eru upplýsingum um notanda deilt með viðkomandi fjármögnunarfyrirtæki. Upplýsingarnar eru ekki notaðar í öðrum tilgangi.

Öll notkun á Frágangi er á ábyrgð notanda. Ef ágreiningur eða tjón verður vegna notkunar á Frágangi er það eigendum Frágangs algerlega óviðkomandi og án ábyrgðar. Notandi getur ekki krafið Frágang um neins konar skaðabætur eða endurgreiðslur vegna notkunar á kerfinu.

​Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa eða í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.

 

Ef notandi hefur einhverjar frekari spurningar um það hvaða upplýsingar Frágangur safnar og geymir er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á fragangur@fragangur.is

bottom of page