fbpx
Þjónustan

Svona virkar Frágangur

Það er að mörgu að huga þegar kemur að viðskiptum með ökutæki. Frágangur hefur pakkað öllum þeim skrefum sem þarf að framkvæma í eina frábæra, rafræna þjónustu sem klárar allt fyrir bæði kaupanda og seljanda á örfáum dögum.

1. Ökutækjaferill, veðbönd og drög að kaupsamning

Það fyrsta sem Frágangur gerir þegar pöntun hefur verið greidd er að kanna stöðu ökutækisins og opinberra gjalda.  Ökutækjaferil og möguleg slysa/tjónasaga er síðan send á kaupanda og seljanda ásamt drögum að kaupsamningi. Þá er gengið úr skugga um að ökutækið sé veðbandalaust áður en gengið er frá viðskiptunum.

Sjá dæmi um gögn sem við skilum til kaupanda:

Ferilskrá

Slysaskrá

2. Kaupsamningur og afsal

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir bæði kaupanda og seljanda að kaupsamningur sé gerður vegna viðskiptanna. Það tryggir hagsmuni og réttarstöðu allra aðila ef eitthvað óvænt kemur upp seinna meir.

Allir helstu lánveitendur landsins fara fram á að löggiltir bifreiðasalar sjái um gerð kaupsamnings og afsals áður en lán er samþykkt. Hjá Frágangi starfa löggiltir bifreiðasalar með lánamiðlaraleyfi sem sjá til þess öll skjalavinnsla standist lög.

Hér má lesa nánari upplýsingar um kaupsamning, mikilvægi hans og sjá dæmi um hvernig kaupsamningur og afsal hjá Frágangi lítur út.

3. Fjármögnun

Valkvætt skref

Frágangur sér um að sækja um lán hjá þeim lánveitanda sem kaupandinn óskar eftir. Frágangur er með samstarfssamning við alla helstu lánveitendur landsins.

Hægt er að nota reiknivélina okkar til að sjá áætlaðar mánaðargreiðslur ásamt því að sjá hvar og hvernig lán hægt er að taka m.v. aldur bíls o.s.frv.

4. Tryggingaskráning

Frágangur sér um að skrá og afskrá tryggingar á þeim ökutækjum sem viðskiptin ná til. Kaupandi velur það tryggingafélag sem hann vill tryggja ökutækið hjá og Frágangur um að færa tryggingarnar yfir á nýjan eiganda ökutækisins.

Velji kaupandi að fjármagna ökutæki með bílasamningi eða bílaláni er gerð krafa um að ökutækið sé skráð með kaskótryggingu.

Hér má lesa nánari upplýsingar um tryggingar

Eigendaskipti

Að lokum sér Frágangur til þess að uppgjör bifreiðagjalda hafi verið gerð milli samningsaðila og tilkynnir um eigendaskiptin til Samgöngustofu.

Close Bitnami banner
Bitnami