fbpx
Um Frágang

Fyrirtækið

Frágangur (Bílafrágangur ehf.) var stofnaður í mars 2020 af tæknifrumkvöðlinum Helga Pjetri og bifreiðasölunum Grétari G. Hagalín og Steinari Þór Guðjónssyni.

Helgi Pjetur á farsæla sögu að baki þegar kemur stofnun tæknifyrirtækja, en meðal þeirra sem hann hefur stofnað eru Alfreð, Aur, Leggja og Stokkur. Grétar og Steinar eiga og reka Netbifreiðasöluna (NBS) að Hlíðasmára 13, Kópavogi.

Markmið Frágangs er að gera ökutækjaviðskipti algerlega rafræn frá A til Ö og bjóða öllum sem kaupa og/eða selja ökutæki að nýta sér rafræna þjónustu til að tryggja öruggari, einfaldari og hraðari ökutækjaviðskipti.

Grétar G. Hagalín

Löggiltur bifreiðasali

Helgi Pjetur

Framkvæmdastjóri

Steinar Þór Guðjónsson

Löggiltur bifreiðasali

Dýrleif Bjarnadóttir Þormar

Þjónustumál

Andri Már Þórhallsson

Tæknistjóri

Orri Ólafsson

Forritun

Samstarfsaðilar

Til þess að tryggja sem bestu þjónustu fyrir viðskiptavini okkar er Frágangur í góðu, rafrænu samstarfi við alla helstu lánveitendur landsins, tryggingafélögin og Samgöngustofu.

Umhverfisstefna Frágangs

Umhverfisvernd og loftgæði eru mjög ofarlega í huga okkar sem starfa við Frágang.  Kerfið okkar útbýr öll skjöl og sendir þau á viðeigandi staði með rafrænum hætti.  Þjónustan okkar stuðlar beint að betri loftgæðum og minni útblásturs þar sem viðskiptavinir okkar skrifa undir með rafrænum hætti og þurfa ekki að keyra til okkar til þess að skrifa undir pappíra.

Við höfum einsett okkur að allar viðbætur við kerfið séu gerðar með umhverfissjónarmið að leiðarljósi og við munum hvetja alla okkar samstarfs- og hagsmunaðila að gera slíkt hið sama.

Minnkaðu kolefnisspor með Frágangi

Með hjálp Taktikal, samstarfsaðila okkar við rafrænar undirritanir, getum við mælt fjölda kílómetra, CO2 og fjölda bílferða sem viðskiptavinir okkar spara með því að nota Frágang.

Öll gögn sem notuð eru við mælingarnar eru ópersónugreinanleg. Mælingar hófust 24. apríl 2020.

Leyfisbréf & skírteini

Frágangur starfar samkvæmt leyfi frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá ágúst 2019. Frágangur er með starfsábyrgðatryggingu bifreiðasala og hjá félaginu starfa löggildir bifreiðasalar.  

Heimilisfang
Lágmúli 5 108 Reykjavík
Netfang
Við svörum tölvupósti á innan við 24 klst (virkum dögum) á fragangur@fragangur.is
Netspjall
Kíktu endilega á netspjallið okkar hérna niðri í hægra horninu ef þú vilt spjalla.
Close Bitnami banner
Bitnami